Eskihlíð 18A, Reykjavík

49.900.000 Kr.Fjölbýlishús
120,6 m2
4 herbergja
Sameiginlegur
Herbergi 4
Stofur 2
Baðherbergi 1
Svefnherbergi 2
Ásett verð 49.900.000 Kr.
Fasteignamat 44.850.000 Kr.
Brunabótamat 28.500.000 Kr.
Byggingarár 1955

LýsingFasteignasalan TORG kynnir: Mjög falleg,björt og vel skipulögð íbúð á 3ju hæð í fallegu fjölbýlishúsi í Hlíðunum. Um er að ræða 121 fm íbúð sem skiptist í tvær stofur, eldhús, baðherbergi, hol og tvö svefnherbergi og að auki er sér geymsla í sameign ásamt herbergi sem mögulegt væri að leigja út. Baðherbergi var endurnýjað 2002 og hannað af Rut Kára. Aðkoman er öll hin snyrtilegasta, húsið var málað og múrviðgert að utan fyrir nokkrum árum og stigagangur einnig tekinn í gegn, bjartur  og snyrtilegur með nýlegum eldvarnarhurðum.  Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali gsm 694-4000 eða berglind@fstorg.is

Nánari lýsing: Forstofa: komið er inná rúmgott hol með fallegum dökkum flísum (náttúrusteinn) á gólfi. Innaf holinu er góður fataskápur með rennihurð fyrir og stórum spegli, tilvalið fyrir yfirhafnir og skó.

Stofur: Stofur eignarinnar eru tvær, mjög rúmgóðar, bjartar og samliggjandi. Parket er á gólfum og rennihurð aðskilur stofurnar. Innaf borðstofu er geymsla/skápur tilvalinn t.d undir lín. Útgengt er á svalir frá stofu.

Eldhús: Eldhúsið er einnig mjög rúmgott og bjart. Upprunaleg hvít innrétting sem hefur verið endurnýjuð að hluta er með límtrésborðplötu og flísar eru á milli efri og neðri skápa. Hvít eldavél með keramikhelluborði, uppþvottavél og ísskápur sem fylgja með og fallegar flísar (náttúrusteinn) eru á gólfi. Rúmgóður borðkrókur er í eldhúsinu.

Baðherbergi: baðherbergi eignarinnar er glæsilegt og bjart, hannað af Rut Kára og var endurnýjað árið 2002, það er með flísalögðu gólfi (náttúrusteinn) og veggjum að hluta. Stór og rúmgóð sturta með sandblásnum gler millivegg, upphengt salerni og handklæðaofn er á baðherberginu ásamt góðri innréttingu með fallegri lýsingu og stórum spegli. Opnanlegur gluggi er á baðherberginu.

Svefnherbergisgangur: inn af holi er komið inn á svefnherbergisgang með parketi á gólfi og upprunalegum fataskápum sem ná uppí loft og hafa verið endurnýjaðir að hluta. Svefnherbergi: Svefnherbergin eru tvö í íbúðinni  og bæði mjög rúmgóð með parketi á gólfi. Innaf hjónaherbergi er gott fataherbergi með innréttingu sem fylgir með. Að auki fylgir eigninni herbergi í sameign sem tilvalið er t.d til útleigu eða gæti nýst sem geymsla.

Geymsla: í sameign er sér geymsla með hillum sem fylgja eigninni. Einnig er sameiginleg hjóla- og vagnageymsla í sameign. Þvottahús: sameiginlegt þvottahús er í sameign þar sem hver er með sína vél.

Niðurlag: þetta er virkilega falleg og björt íbúð í mjög snyrtilegu og mikið endurnýjuðu húsi á þessum eftirsótta stað í Hlíðunum þar sem örstutt er í alla þjónustu. Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali gsm 694-4000 eða berglind@fstorg.is

Kort
Sölumaður

Hafdís RafnsdóttirSölustjóri, Löggiltur fasteigna- og skipasali og eigandi
Netfang: hafdis@fstorg.is
Sími: 820-2222
Senda fyrirspurn vegna

Eskihlíð 18A


CAPTCHA code