Álfheimar 50, Reykjavík

42.900.000 Kr.Fjölbýlishús
105,4 m2
4 herbergja
Sameiginlegur
Herbergi 4
Stofur 1
Baðherbergi 1
Svefnherbergi 3
Ásett verð 42.900.000 Kr.
Fasteignamat 39.800.000 Kr.
Brunabótamat 26.000.000 Kr.
Byggingarár 1961

Lýsing


Fasteignasalan TORG kynnir: Falleg og vel skipulögð 4ra herbergja íbúð á 1. hæð í snyrtilegu fjölbýli, gengið er upp aðeins hálfa hæð. Búið er endurnýja baðherbergi, eldhúsinnréttingu, fataskáp í hjónaherbergi og gólfefni á svefnherbergjum, holi og eldhúsi.
Frábær staðsetning þar sem Laugardalurinn, skólar, leikskólar,ýmis þjónusta,  Húsdýra og fjölskyldugarðurinn, Hreyfing og heilsugæslan allt í göngufjarlægð.  
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Rut Stanleysdóttir gsm. 699-4610 eða siggarut@fstorg.is

Nánari lýsing eignar:
Forstofa/ hol  með fatahengi með skáp fyrir ofan og fallegum vínilkorki á gólfi.
Eldhús er endurnýjað með fallegri innréttingu  frá Brúnás með miklu skápa og skúffuplássi, flísalagt á milli innréttinga, endurnýjað helluborð, og góður borðkrókur við glugga. Gólfefni var endurnýjað árið 2013, fallegur ljós vinílkorkur frá Þ.Þorgrímssyni. Sama gólfefni er einnig á holi.
Stofa / borðstofa er björt með útgengi á suður svalir og með ljósu parketi á gólfi.
Baðherbergi/þvottaherbergi var endurnýjað 2009, með fallegri hvítri innréttingu með góðu skúffu og skápaplássi.  Flísalagt í hólf og gólf, sturta og handklæðaofn.  Búið er að koma fyrir þvottavél í innréttingu í góðri vinnuhæð. Góður opnanlegur gluggi er í rýminu.
Hjónaherbergi er rúmgott með fallegum endurnýjuðum fataskápum og ljósu parketi á gólfi.
Barnaherbergi nr. 1 er með fataskáp og  ljósu parketi á gólfi.
Barnaherbergi  nr. 2 er með fataskáp og ljósu parketi á gólfi.
Þvottahús er sameiginlegt í sameign.
Geymsla er sér í sameign auk sameiginlegrar vagna og hjólageymslu.

Búið er endurnýja skolplagnir og dren.  Settar voru glerhlífar á svalir og svalahandrið hækkað árið 2007.
Sameign er snyrtileg og vel umgengin,  stigagangur var málaður og skipt um teppi 2015. Þvottahús og hjólageymsla tekin í gegn árið 2004.
 
Niðurlag: þetta er falleg og  vel skipulögð 4ra herbergja íbúð á þessum eftirsótta stað í borginni.
Allar nánari upplýsingar veitir Sigríður Rut Stanleysdóttir
 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati (eða 0,4% við fyrstu-kaup kaupanda) eða  1.6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingagjald af hverju skjali kr. 2.000,-
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt um 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 65.000,- með vsk.
 

Kort


Sölumaður

Sigríður Rut StanleysdóttirLöggiltur fasteigna- fyrirtækja- og skipasali
Netfang: siggarut@fstorg.is
Sími: 699-4610
Senda fyrirspurn vegna

Álfheimar 50


CAPTCHA code