Reykjavíkurvegur 42, Hafnarfjörður

42.900.000 Kr.Hæð
113,6 m2
3 herbergja
Sérinngangur
Herbergi 3
Stofur 1
Baðherbergi 1
Svefnherbergi 2
Ásett verð 42.900.000 Kr.
Fasteignamat 36.050.000 Kr.
Brunabótamat 30.700.000 Kr.
Byggingarár 1959

Lýsing


**Opið hús þriðjud. 15.maí kl.17:30-18:00** Reykjavíkurvegur 42, 2.hæð**
FASTEIGNASALAN TORG KYNNIR:  Falleg björt og vel skipulögð efri sérhæð með sérinngangi við einstaka náttúru í Hafnarfirði. Íbúðin er á 2.hæð (efsta hæð) hússins. Í eigninni eru tvö svefnherbergi og rúmgóð stofa (búið er að stúka af lítið herbergi þar sem borðstofan er skipulögð). Baðherbergið fallegt og mikið endurnýjað. Gluggar eru í fjórar áttir og útgengi er út frá borðstofunn (litlu auka herbergi)  út á suðursvalir. Einstakt útsýni er frá stofunni út í hraunið og náttúruna á bak við húsið.

Allar nánari upplýsignar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali í síma 694-4000 eða berglind@fstorg.is


Nánari lýsing eignar:
Forstofa:  Sérinngangur er inn í eignina inn um sérinngang á jarðhæð. Forstofan er með flisum á gólfi. Innangengt er frá forstofunni inn í sameignina.  Frá forstofuholinu er svo gengið upp fallegan steyptan stiga upp á hæðina. Stiginn er með kókosteppi á þrepum, fallegu járnhandriði og stór gluggi er í stigaopinu sem hleypir fallegri birtu inn í hann.
Eldhús: Þegar komið er upp á hæðina er komið inn í mjög rúmgott opið rými sem rúmar eldhúsborðkrók og eldhúsið. Flísar eru á gólfi. Innrétting er á þrjá veggi með efri skápum á tvo veggi og glugga fyrir miðju. Innréttingin var endurnýjuð fyrir nokkrum árum og er hvít sprautulökkuð með ljósri borðplötu og góðu skápaplássi. Ofn er í vinnuhæð inni í innréttingunni.
Stofa + borðstofa: Innaf eldhúsinu er rúmgóð stofa með fallegu gráleitu harðparketi á gólfi. Stofan og borðstofan liggja í L. Búið er að stúka borðstofuna af með léttum vegg og útbúa lítið vinnuherberg. Útgengi er frá borðstofunni/vinnuherberginu út á suður svalir.
Baðherbergi: Baðherbergið er endurnýjað. Rústrauðar flísar eru á gólfi og ljósar flísar eru á veggjum. Salernið er upphengt vatnskassi er innbyggður. Dökk skúffueining er undir vaski og speglaskápur er þar fyrir ofan. Baðkar eru með sturtuaðstöðu og glerskilrúmi. Handklæðaofn er á vegg á móti salerninu. Opnanlegur gluggi er í rýminu.
Hjónaherbergi: Hjónaherbergið er rúmgott með góðum glugga sem snýr út í náttúruna á bak við húsið. Ljóst parket er á gólfi.
Barnaherbergi: Barnaherbergið er með nýlegu gráleitu harðparketi á gólfi eins og er á stofu.
Geymsla: Í sameign er góð geymsla sem fylgir íbúðinni innaf sameiginlegu þvottaherbergi.
Þvottaherbergi: Í sameign er þvottaherbergi sem er sameiginlegt með neðrihæð hússins. Hver og einn er með tengi fyrir sína vél.
 
Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali í síma 694-4000 eða berglind@fstorg.is
 

Kort


Sölumaður

Berglind Hólm BirgisdóttirLöggiltur fasteigna- fyrirtækja- og skipasali
Netfang: berglind@fstorg.is
Sími: 694-4000
Senda fyrirspurn vegna

Reykjavíkurvegur 42


CAPTCHA code