Strikið 8, 210 Garðabær
74.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
2 herb.
93 m2
74.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
2006
Brunabótamat
42.050.000
Fasteignamat
53.750.000
Opið hús: 11. desember 2022 kl. 15:00 til 15:30.

*OPIÐ HÚS ÞRIÐJUDAGINN 11. DESEMBER KL. 15:00-15:30 AÐ STRIKINU 8 - ÍBÚÐ 511 - VERIÐ VELKOMIN*

Fasteignasalan TORG kynnir: LAUS VIÐ KAUPSAMNING: Falleg, rúmgóð og björt 2ja herbergja endaíbúð á 5. hæð í vinsælu lyftuhúsi fyrir (h)eldri borgara (60+) í Sjálandinu í Garðabæ með útsýni yfir að Bessastöðum. Íbúðin skiptist í forstofu,  eldhús og stofu í einu stóru rými með útgengi á svalir með glerlokun, baðherbergi, þvottahús og geymslu innan íbúðar, auk sérgeymslu í sameign. Næg bílastæði fyrir framan húsið. Þá er innangengt í Jónshús, Strikinu 6, en þar er ýmis þjónusta í boði, m.a. matur, kaffi og ýmis konar námskeið og félagsstarf. Húsvörður er í húsinu að staðaldri.  Allar nánari upplýsingar veitir Jóhanna Kristín Tómasdóttir, lgfs. Í síma 837.8889 eða hjá [email protected]
Nánari lýsing:
Húsið er byggt árið 2006 og er á sex hæðum með lyftu á frábærum stað í Sjálandinu með allri mögulegri þjónusta fyrir 60 ára og eldri auk þess sem Félag eldri borgara í Garðabæ er þar með aðsetur. Húsið var hannað með þarfir 60+ aldurshópsins í huga og því eru öll rými rúmgóð og auðveld aðkomu bæði í íbúðum og sameign. Húsvörður er í húsinu og tilheyrir íbúð hans sameign allra.  
Forstofa: Opin með þreföldum fataskáp.
Eldhús/Stofa/borðstofa: Eitt mjög stórt rými aðskilið að hluta:
Eldhús: Sérsmiðuð Brúnas eikarinnrétting yfir heilan vegg með efri og neðri skápum með flísum milli skápa og miklu skápaplássi. Á móti er eyja með hálfum bakvegg (að hluta aðskilin frá stofu). Keramikhelluborð og stálháfur yfir. Gott skúffupláss í eyjunni. Rými fyrir eldhúsborð við glugga. Öll tæki í eldhúsi fylgja, þ.m.t. uppþvottavél og ísskápur.
Stofa/borðstofa: Björt og rúmgóð opin stofa/borðstofa með nægu rými fyrir borðstofuborð og sófasett. Gluggar á tvo vegu og útgengi á svalir með glerlokun og útsýni yfir á Bessastaði.
Svefnherbergi: Svefnherbergið er mjög rúmgott með fimmföldum fataskáp.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf með sturtu með gólfsíðum glerveggjum. Eikarinnrétting við vask með stórum spegli, upphengt salerni og handklæðaofn.
Þvottahús: Inn af eldhúsi  með flísum á gólfi og flísaplötur á veggjum. Tvöfaldur upphengdur skápur og stálvaskur. Þvottavél og þurrkari geta fylgt.
Geymsla inna íbúðar: Inn af forstofu og því góð fyrir ferðatöskurnar og jóladótið. Dúkur á gólfi.
Geymsla: Sérgeymsla, 3,6 fm. er í sameign.
Gólfefni og innréttingar: Eikarparket á öllum gólfum nema þar sem annað er tekið fram. Innréttingar eru allar sérsmíðaðar frá Brúnás.
Falleg, rúmgóð og hentug eign fyrir (h)eldri borgara sem vilja þægindi, félagsskap og skapandi umhverfi í sínum aldurshópi.
 
Allar nánari upplýsingar veitir Jóhanna Kristín Tómasdóttir, lgfs. Í síma 837.8889 eða hjá [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.  
2. Þinglýsingargjald kr.  2.500.- kr. af hverju skjali.  
3. Lántökukostnaður lánastofnunar - mismunandi eftir lánastofnunum.  
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. samningi.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sanneynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.