Vallarbarð 9, 220 Hafnarfjörður
115.900.000 Kr.
Raðhús
5 herb.
189 m2
115.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1987
Brunabótamat
90.300.000
Fasteignamat
73.000.000

Ragnar Guðmundsson löggiltur fasteignasali hjá TORG fasteignasölu kynnir:  Fallegt og fjölskylduvænt raðhús með mikilli lofthæð og stórum garði á þessum eftirsótta stað að Vallarbarði 9 í Hafnarfirði. Eignin er alls 189,8 fm. samkvæmt Þjóðskrá Íslands, en þar af er bílskúrinn skráður 25,7 fm. Eignin skiptist í forstofu, 4 svefnherbergi, 2 stofur, 2 baðherbergi, borðstofupláss, eldhús með góðum eldhúskróki, sér þvottahús, geymslu og bílskúr. Örstutt er í alla helstu þjónustu m.a. leik- og grunnskóla, Suðurbæjarlaug, verslun og miðbæ Hafnarfjarðar. Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar fasteignasali í s: 844-6516 eða [email protected]    

​​​​Nánari lýsing:
Forstofa: Komið er inn í forstofu með gráum flísum á gólfi og háum fataskápi með speglagleri.
Hjónaherbergi: Eikarparket á gólfi og háir skápar. Mikil lofthæð.
Svefnherbergi: Auk hjónaherbergis eru þrjú svefnherbergi með eikarparketi á gólfum og mikilli lofthæð.
Eldhús: Hvít innrétting með grárri borðplötu. Flísar á gólfi og milli efri og neðri skápa. Bakaraofn í vinnuhæð, helluborð, gufugleypir og tengi fyrir uppþvottavél. Góður borðkrókur er innan af eldhúsi.
Stofa/Borðstofa: Opið og bjart rými með stórum gluggum og eikarparketi á gólfi. Arinn og mjög góð lofthæð einkenna rýmið.
Útgengt er frá stofu út á pall og þaðan í stóran garð. 
Sjónvarpsstofa: Góð stofa sem notuð er sem sjónvarpsstofa. Eikarparket á gólfi og mikil lofthæð.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf með hvítum flísum á gólfi og veggjum. Falleg innrétting með handlaug. Búið er að útbúa sturtu þar sem áður fyrr var niðurgrafið flísalagt bað. Gluggi með opnanlegu fagi. 
Gestabaðherbergi: Hvítar flísar á gólfi, salerni, innrétting og handlaug.
Þvottahús: Flísalagt og innréttað með skolvaski, tengi fyrir þvottavél, þurrkara og góðu vinnuplássi. Úr þvottahúsi er innangengt í geymslu og bílskúr.  
Geymsla: Sérgeymsla inn af þvottahúsi. Flísar á gólfi. Frá geymslu er aðgengi að geymslulofti í gegnum hlera með innbyggðum stiga. Frá geymslunni er innangengt inn í bílskúr.
Bílskúr: Rúmgóður bílskúr með hillum. Fyrir framan eignina er steypt innkeyrsla með snjóbræðslu og tveggja stæða bílaplan.
Garður/lóð: Stór og fallegur garður með palli. Útiarinn er í garðinum. Fyrir framan húsið er hellulagt rúmgott bílaplan.

Falleg og skemtileg fjölskyldueign á vinsælum og grónum stað í Hafnarfirði þar sem stutt er skóla og alla helstu þjónustu. Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar Guðmundsson löggiltur fasteignasali í gsm 844-6516 eða [email protected]
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Meðal annars þarfnast þakið skoðunar fyrir kaup og er mælt með að kaupandi leiti til fagmanns.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.