Opið hús: 04. júní 2023 kl. 13:00 til 13:30.Opið hús: Kópavogsbraut 70, 200 Kópavogur. Eignin verður sýnd sunnudaginn 4. júní 2023 milli kl. 13:00 og kl. 13:30.
Fasteignasalan TORG kynnir Kópavogsbraut 70 efri sérhæð. Einstaklega fallegt útsýni og frábær staðsetning í vesturbæ Kópavogs. Eignin er vel skipulögð og nýtast fermetrar eignarinnar vel. Birt stærð 162,8 fm og þar af bílskúr 30,1 fm. Nánari upplýsingar veitir Gunnar Patrik Sigurðsson Aðst.m.lgfs. í síma 822-9415 tölvupóstur [email protected], og /eða Sigurður Gunnlaugsson fasteignasali
Nánari lýsing:Komið er að bílaplani upp að bílskúr og steyptri stétt upp að sérinngangi inn í eignina. Í anddyri eru flísar á gólfi og er svo gengið upp teppalagðan stigagang með mikilli lofthæð upp á stigapall á annari hæð sem er með fatahengi og góðum skáp. Þaðan á hægri hönd er gengið inn í þvottahús. Flísar eru á gólfi, tengi fyrir þvottavél, þurrkara og rúmgóður skápur. Innan af þvottahúsinu er geymsla með flísum á gólfi. Gestasnyrting er svo við hliðina á þvottahúsinu, þar eru flísar á gólfi, salerni og handlaug. Gengið er inn í alrýmið og er þar á vinstri hönd eldhús. Parket er á gólfi, innrétting með góðu skápaplássi, helluborði og bakaraofn í vinnuhæð. Svo er gengið inn í stofu/borðstofu og er þar teppi á gólfi. Stórir gluggar sem gefa frábært útsýni til suðurs og gerir rýmið einstaklega bjart. Svefnherbergi eru þrjú talsins og er parket á gólfum herbergja. Baðherbergið er flísalagt með baðkari með sturtuaðstöðu, salerni, hvítri innréttingu og handlaug. Lóðin er fallega ræktuð sem snýr í suður og vestur. Bílskúrinn er rúmgóður með köldu vatni sem og rafmgagni.
Endurbætur: Skipt var um öll gólfefni og hurðir þar með talið útidyrahurð og allar rúður í framhlið, baðherbergið var alveg endurgert, þá var skipt um rafmagnsleiðslur að hluta, rofa og tengla. Öllum ofnum var skipt út fyrir nýja. Fyrrnefndar framkæmdir áttu sér stað um árið 1996. Ofn inn í stofu var skipt um fyrir 2 til 3 árum. Skipt var um klæðningu á bílskúrsþakinu fyrir nokkrum árum.
Nánari upplýsingar veitir Gunnar Patrik Sigurðsson Aðst.m.lgfs. í síma 822-9415 tölvupóstur [email protected], og /eða Sigurður Gunnlaugsson fasteignasaliGjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa á fasteign:1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald kr. 2.700.- kr. af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður lánastofnunar - mismunandi eftir lánastofnunum.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. samningi.
Skoðunarskylda kaupanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sanneynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.