Fasteignasalan Torg kynnir: Fallega og rúmgóða 99,6 fm 3ja herberja íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi í Grafarholti sem nýlega (2023) er búið að mála og múrviðgera, lagfæra glugga þar sem þurfti og einnig var skipt um dúk á þaki 2020. Glæsilegt útsýni yfir Reykjavík og út á haf. Mjög gott skipulag. Vinsæl staðsetning þar sem stutt er í skóla, leikskóla og fallega náttúru. *Eignin er laus við kaupsamning* Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir löggiltur fasteignasali gsm 820-2222 eða [email protected]Nánari lýsing:
Forstofa: komið er inn í forstofu með flísum á gólfi og skáp úr mahogany.
Eldhús: Eldhús eignarinnar er fallegt og opið inn í borðstofu. Innrétting er úr mahogany og borðplata plastlögð með viðarkanti. Stáltæki eru í eldhúsinu, keramikhelluborð og bakarofn. Stálháfur er yfir eldunaraðstöðu. Flísar eru á gólfum.
Stofa/borðstofa: Stofurnar eru einnig rúmgóðar og bjartar. Samliggjandi stofu er borðstofa. Útgengt er á stórar svalir með miklu útsýni yfir borgina. Eikarparket á gólfum.
Hjónaherbergi: Hjónaherbergi er stórum mahogany skápum. Eikarparket á gólfi.
Barnaherbergi: Barnaherbergi með eikarparketi á gólfi og mahoganyskáp.
Baðherbergi: Ljósar flísar eru á veggjum og gólfi. Falleg mahoganyinnrétting með plastlagðri borðplötu. Baðkar með sturtu aðstöðu og upphengt salerni.
Gluggi er á baðherberginu.
Þvottahús: innan íbúðar er þvottahús með tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Flísar eru á gólfi.
Geymsla: Geymsla er á fyrstu hæð húsins.
Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir löggiltur fasteignasali gsm 820-2222 eða [email protected]