Stararimi 65, 112 Reykjavík (Grafarvogur)
159.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
5 herb.
195 m2
159.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1996
Brunabótamat
95.600.000
Fasteignamat
124.950.000

Sigríður Rut, lgfs. Í gsm. 699-4610  og Fasteignasalan TORG kynna:   Einstakt útsýnishús á einni hæð á frábærum stað í Grafarvogi. Stararimi 65, er stórglæsilegt útsýnishús með stórri verönd, glæsilegri lóð  og útsýni yfir borgina, Snæfellsjökullog Faxaflóann. Eignin er með góðri lóð og innbyggðum rúmgóðum bílskúr, samtals skráð 195,4 fermetra  sem skiptist í 153,2 fm. íbúðarrými og 42,2 fm. bílskúr.   Eignin skiptist í forstofu, eldhús, rúmgóða stofu/borðstofu, rúmgott baðherbergi, fjögur svefnherbergi,   þvottaherbergi, geymslu og bílskúr. Ljósahönnun var gerð af  Helgi Eiríksson í Lumex og um innanhúshönnun sá Guðbjörg Magnúsdóttir innanhúsarkitekt.  Eignin hefur fengið gott viðhald í gegnum árin. Gluggar eru ál/tré gluggar frá Velfac. Húsið var klætt með Larson samsettri álklæðningu síðastliðið sumar ásamt endurbótum á þakkannti.  
Allar nánari upplýsingar veitir Sigríður Rut löggiltur fasteignasali í gsm. 699-4610 eða [email protected]


Nánari lýsing
Forstofa: Gengið er inn í  forstofu með góðum fataskápum sem ná uppí loft. Flísar á gólfum. Hiti í gólfi.
Hol / gangur: Frá forstofu er komið inn í stórt hol í miðrými húss þaðan sem gengið er inn í aðrar vistarverur. Massíft niðurlímt parket úr rauðri eik á gólfum. 
Eldhús: Er með fallegri rauðeikarinnréttingu sem er sprautuð að hluta dökkgrá. Granít á borði við helluborðið. Ofn í vinnuhæð, tengi fyrir uppþvottavél og innbyggður ísskápur.  Mikið skápa og skúffupláss, Flísalagt gólf.
Fallegur eikarglerskápur skilur að hluta á milli eldhús og borðstofu.
Stofa / borðstofa: Eru afar rúmgóðar með stórum góðum gluggum og parket á gólfum. Útgengt út á stóra suðvestur timburverönd og út í garð með útsýni yfir borgina og flóann til Snæfellsjökuls.
Hjónaherbergi: Rúmgott með stórum fataskáp og parket á gólfi. 
Svefnherbergi I:  Með þreföldum hvítum  fataskápum og parket á gólfi. 
Svefnherbergi II: Með þreföldum  hvítum fataskápum og parket á gólfi 
Svefnherbergi III: Með þreföldum hvítum fataskápum og parket á gólfi 
Baðherbergi: Með fallegum innréttingum, salerni, handklæðaofni, sturtu og baðkari. Flísalagt  í hólf og gólf. Hiti í gólfi
Þvottahús:  Er með góðri innréttingu, flíslagt gólf og  með tengi fyrir þvottavél og þurrkara innaf þvottaherbergi er geymsla með glugga og flísalögðu gólfi. Innangengt er í bílskúr frá þvottahúsi.
Bílskúr: Rúmgóður með góðum gluggum,  stórri bílskúrhurð.
Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíl er í bílskúrnum. Flísalagt gólf með gólfhita.
Garðskúr:  er á lóðinni sem nýtist sem köld geymsla fyrir garðáhöld eða fyrir leik barna. Garðáhöld og sjálfvirkur slátturóbót fylgir með húsinu.
Framan við bílskúr og aðalinngang er hellulagt plan með snjóbræðslu. Lóðin í kring um húsið og garðurinn allur er mjög vel um hirtur.
Fallegt hús í vinsælu rólegu hverfi í Grafarvogi og á sérlega góðum stað við Gufunesið með óheftu útsýni yfir Reykjavík og Faxaflóann.
Góðar almenningssamgöngur í nágrenni, fallegt útsýni og stutt í alla helstu þjónustu, skóla og verslanir.  Fasteignamat 2024 er 137.750,.000- 

Allar nánari upplýsingar veitir Sigríður Rut löggiltur fasteignasali í gsm. 699-4610 eða [email protected]


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
Stimpilgjald af kaupsamningi: 0.8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 1.6% fyrir lögaðila,
en 0.4% ef um fyrstu íbúðarkaup er að ræða.
Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali.
Umsýslugjald fasteignasölu, samkvæmt gjaldskrá.

Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og
ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.