Öldugata 54, 101 Reykjavík (Miðbær)
69.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sameiginlegum inngangi.
3 herb.
76 m2
69.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1946
Brunabótamat
34.600.000
Fasteignamat
54.600.000

Fasteignasalan TORG kynnir: Öldugötu 54, 101 Reykjavík, íbúð 02-02. Fallega, bjarta og vel skipulagða þriggja herbergja íbúð, á annarri hæð í litlu fjölbýlishúsi á rólegum og góðum stað í miðbæ Reykjavíkur. Eignin er skráð 76.8 fm skv. Þjóðskrá Íslands. 
Nánari upplýsingar veitir Elfa Björk, löggiltur fasteignasali, s: 692-0215 og [email protected]

Eignin skiptist í forstofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi, rúmgott eldhús með útgengi út á svalir og stofu/borðstofu. Sameiginleg þvottaaðstaða og sér geymsla í kjallara hússins. 

NÁNARI LÝSING:
Forstofa: Parket á gólfi, fatahengi og rúmgóður fataskápur. Úr forstofu er gengið inn í önnur rými íbúðarinnar. 
Hjónaherbergi: Mjög rúmgott og bjart svefnherbergi með fataskáp. Nægt pláss fyrir skrifborð/vinnuaðstöðu í herberginu. Parket á gólfi. 
Svefnherbergi: Snyrtilegt með fataskáp og glugga. Parket á gólfi. 
Stofa: Rúmgóð og björt með stórum gluggum, skiptist í stofu og borðstofu. Parket á gólfi. 
Eldhús: Falleg eikar innrétting með góðu skápaplássi - bæði efri og neðri skápar. Gaseldavél, stór vaskur og gott vinnupláss. Útgengt er úr eldhúsinu út á svalir. Pláss fyrir eldhúsborð. Gólf flotað. 
Baðherbergi: Snyrtilegt baðherbergi með glugga, flísalagt að hluta, baðkar með sturtu, salerni og handlaug.
Geymsla: 3,3 fm sér geymsla í sameign fylgir eigninni. 
Þvottahús: Sameiginlegt í kjallara hússins.

Falleg og vel skipulögð eign í snyrtilegu fjölbýlishúsi á rólegum og góðum stað í 101 Reykjavík. Húsið hefur fengið gott viðhald í gegn um árin. Stutt í leiksvæði, alla helstu þjónustu, verslanir, skóla og stofnbraut. 

Nánari upplýsingar veitir Elfa Björk, löggiltur fasteignasali, s: 692-0215 og [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.  
2. Þinglýsingargjald kr.  2.500.- kr. af hverju skjali.  
3. Lántökukostnaður lánastofnunar - mismunandi eftir lánastofnunum.  
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. samningi.

Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.