Litlabæjarvör 18, 225 Garðabær
169.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
4 herb.
187 m2
169.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2021
Brunabótamat
107.050.000
Fasteignamat
115.150.000

****EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA***
Fasteignasalan TORG og Svavar Friðriksson löggiltur fasteignasali kynna:
Afar fallegt og vel skipulagt einbýlishús á einni hæð á einstökum útsýnisstað aðeins 30m frá sjávarsíðunni á Álftanesi. Eignin er 187,8m2 að stærð og skiptist þannig að íbúðin er 154,5m2 og bílskúr 33,3m2. Húsið er klætt með áli og gluggar úr áli/tré sem gerir eignina viðhaldslétta.  Í eigninni er mikil lofthæð, dúkur í lofti sem gerir hljóðvist einstaklega góða. Innfelld lýsing í alrými og gólfhiti í öllu húsinu. Veröndin er um 100m2 en hún er með gráum útiflísum frá Álfaborg og heitum potti frá Trefjum. Eignin er byggð árið 2021 og skiptist í forstofu, gang, þrjú svefnherbergi, stofu, eldhús, baðherbergi, sjónvarpshol, þvottahús og geymslu þar sem gengið er inn í bílskúr. Harðparket er á öllum gólfum að undanskildum flísum á votrými og epoxy á bílskúr. Innkeyrslan er hellulögð með hitalögnum sem á eftir að tengja. Á lóðinni er útigeymsla. Um er að ræða fallegt einbýlishús í botngötu á rólegum stað með stórbrotnu sjávarútsýni og mikilli kyrrð. Eignin sem stendur á 784,5m2 lóð er tilbúin undir lokaúttekt sem mun fara fram fljótlega.
Allar nánari upplýsingar veitir Svavar lgfs í síma 623-1717 eða [email protected].

Nánari lýsing eignar.
Forstofa er rúmgóð og hátt er til lofts. Glæsilegt útsýni blasir strax við þegar gengið er inn.
Geymsla er á hægri hönd þegar gengið er inn. Stærðin er 6,7m2 og væri hægt að nýta sem skrifstofu. Innangengt úr geymslu í snyrtilegan bílskúr. 
Svefnherbergi. eru tvö á vinstri hönd þegar komið er inn bæði rúmlega 10m2.
Sjónvarpshol. er 13,9m2 með mikill lofthæð.
Alrými er opið með mikilli lofthæð: stofa, borðstofa og eldhús.
Stofa og borðstofa er björt með stórum gólfsíðum gluggum. Dúkur í lofti sem veitir einstaka hljóðvist. Fjarstýrð sólargluggatjöld frá Álnaborg. Vönduð rennihurð úr stofu út á pall sem snýr beint í átt að stórkostlegu útsýni að sjónum. 
Eldhús er fallegt með stórri eyju og span helluborði. Í innréttingu, sem er frá Fríform, eru tveir Siemens ofnar og niðurfelldur vaskur. Á borðum og á milli skápa er quartz steinn frá Rein. Í innréttingu er mikið skápapláss auk þess skápar í eyju sem snúa að borðstofu. Uppþvottavél og ísskápur eru innbyggð.
Hjónaherbergi. Mjög rúmgott hjónaherbergi með stórum fataskápum og stórum gluggum. Parket á gólfi.  
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum í sturtu. „Walk inn“ sturta með gleri og innbyggðum Grohe blöndunartækjum. Góð innrétting, upphengt salerni og handklæðaofn. Útgengt beint út í pott.
Þvottahús er rúmgott með flísum á gólfi. Rúmgóð innrétting þar sem þvottavél og þurrkara eru í vinnuhæð. Vaskur í innréttingu og útgengt á lóð.
Bílskúr er rúmgóður með epoxy á gólfi, rafmagnshurðaropnara og gönguhurð. Mikil lofthæð sem býður upp á mikið geymslupláss. Hitagrind og stýring fyrir heitapottinn og hitalagnir.
Verönd. Er um 100m2 með útiflísum, snýr í suður og vestur með heitum potti. Mjög fallegt sjávarútsýni til vesturs.
Bókið einkaskoðun og fáið allar nánari upplýsingar hjá Svavari Friðrikssyni lgfs í síma 623-1717 eða [email protected].  


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.  
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Kaupandi eignarinnar greiðir skipulagsgjald þegar það verður lagt sem er 0,3% af endanlegu brunabótamati eignarinnar.

Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.